Kylfingur dagsins

Náði að slá upphafshögg í móti ofan í golfpoka annars golfara
Unnur á La Romero á Spáni
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 17. september 2023 kl. 08:45

Náði að slá upphafshögg í móti ofan í golfpoka annars golfara

Kylfingur dagsins er fædd og uppalin á Akureyri, n.t. í Glerárþorpinu og býr þar enn. Hún hefur verið félagi í GA í 25 ár og kann einkar vel við sig þar. Hún hefur reynt að breiða út golffagnaðarerindið og hefur gengið vel með öll tíu barnabörnin. 

Kylfingur dagsins er Unnur Elva Hallsdóttir.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég kynntist íþróttinni í Svarfaðardal þar sem bjó um tíma.

Helstu afrek í golfinu?

Að kynna golfíþróttina fyrir öllum 10 barnabörnunum með því að setja þau á sumarnámskeið hjá GA.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Það var í sveitakeppni í Vestmannaeyjum í hádramatískum leik þegar ég sló af 17 teig og boltinn lenti ofan í golfpoka sem stóð við sjöundu flöt. Dómari þurfti að leita að boltanum sem fannst í golfpoka annars GA félaga.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ég er mjög ómannglögg. Pass.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Nei en flatargaffallinn er alltaf í vasanum þegar ég spila.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Púttin.

Aldur: 63 ára

Klúbbur: GA

Forgjöf: 19,2

Uppáhaldsmatur: Kjúklingasúpa

Uppáhaldsdrykkur: Rauðvín og kaffi

Uppáhaldskylfingur: Tigerinn- alltaf Tiger Woods

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Jaðarsvöllur, Vestmannaeyjar og Lakes völlurinn á Infinitium í Barcelona 

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 12. braut á Jaðarsvelli, 17. braut í Vestmannaeyjum og 7. braut á Dalvík.

Erfiðasta golfholan: 9.braut á Dalvík

Erfiðasta höggið: Upp úr sandi vinstra meginn á 18.braut á Jaðarsvelli.                        

Ég hlusta á: Storytel

Besta skor: 80 högg á Jaðarsvelli

Besti kylfingurinn: Rory Mcilroy

Golfpokinn

Dræver: Ping g400 10,5°

Brautartré: Ping g400 5 tré

Járn: Ping g400 22°, 26° og 30°. Callaway xr 6-s

Fleygjárn: Callaway mack daddy 58°

Pútter: Cleveland

Hanski:FJ

Skór: FJ sandalar

Golfvinkonuferð til Alicante síðasliðið vor

Á La Romero á Spáni

Á leiðinni að spila á La Finca á Spáni