19.-21. vinsælustu fréttir ársins 2018 - Sergio Garcia lék 15. holuna á 13 höggum
Á næstu dögum ætlum við að rifja upp 30 vinsælustu fréttir ársins á Kylfingur.is.
Fréttirnir sem sitja í sætum 21-19 eru blanda af innlendum og erlendum og góðum og slæmum fréttum.
Í 21. sæti er frétti sem fjallaði um glæsilegan annan hring Valdísar Þóru Jónsdóttur á Investec SA Women's Open mótinu sem var hluti af Evrópumótaröð kvenna. Eftir að hafa leikið á 69 höggum á öðrum degi mótsins var Valdís í fjórða sæti fyrir lokahringinn.
Valdís í fjórða sæti fyrir lokahringinn í Suður-Afríku
Sergio Garcia hafði beðið í fjölda ára eftir fyrsta risatitli sínum en árið 2017 sigraði hann á sínu fyrsta risamóti þegar að hann bar sigur úr býtum á Masters mótinu. Hann mætti því til leiks á Masters mótið 2018 til að verja titil sinn. Það gekk ekki alveg eins og hann hafði vonast eftir því á fyrsta hring mótsins setti hann met þegar að hann lék 15. holu vallarins á 13 höggum. Hann sló fimm bolta í vatnið sem er fyrir framan flötina. Lesa má nánar um það í fréttinni sem vermir 20. sætið.
Sergio Garcia lék 15. holuna á 13 höggum
Paul Scholes á fréttina sem er í 19. sætinu. Eftir að fótboltaferlinum lauk hefur hann stundað golf af krafti og var hann á meðal keppenda í Pro-Am mótinu fyrir BMW PGA meistaramótsins á Evrópumótaröðinni. Hann var í holli með Rory McIlroy og stal heldur betur senunni þegar að hann sló ofan í úr flatarglompu úr stöðu sem var svo erfið að atvinnukylfingar hefðu átt í vandræðum með hana.