Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

2020 besta ár í sögu GÞ
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 21. febrúar 2021 kl. 20:42

2020 besta ár í sögu GÞ

Árið 2020 var besta ár í sögu Golfklúbbs Þorlákshafnar en þessu var greint frá inn á Facebooksíðu klúbbsins nýverið. Árið var hagstætt klúbbnum þar sem metaðsókn var á golfvöllinn.

Þorláksvelli var breytt í sumar og fengu breytingarnar mikið lof og má eflaust rekja mikla aðsókn til þessara framkvæmdar. 14 þúsund hringir voru spilaðir á síðasta ári og til sumanburðar þá voru hringirnir einungis 8 þúsund árið 2019, sem þýðir að aukningin milli ára er 76%. Þess má til gamans geta að árið 2015 voru spilaðir hringir einungis 4 þúsund og hefur því spilaðir hringir meira en þrefaldast á þessum fimm árum. 

kylfingur.is
kylfingur.is

Skráðum meðlimum í Golfklúbbi Þorlákshafnar fjölagði einnig um 60% milli ára og eru þeir nú 314. Alls bættist við 51 fullgildur meðlimur og 67 meðlimur með aukaaðild við klúbbinn á síðasta ári. Aðeins 45% félagsmanna eru búsettir í Ölfusinu, en hinn hlutinn er að mestu af höfuðborgarsvæðinu.

Að lokum var hagnaður klúbbsins á síðasta ári 7 milljónir króna.

Nánar má lesa um þetta met ár klúbbsins hér að neðan.

Árið 2020 það besta í sögu Golfklúbbs Þorlákshafnar Árið 2020 var einstaklega hagstætt Golfklúbbi Þorlákshafnar....

Posted by Golfklúbbur Þorlákshafnar on Wednesday, February 10, 2021
Örninn járn 21
Örninn járn 21