Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Andri endaði í 2. sæti á Spáni | Fjórir Íslendingar í topp 10
Andri Þór Björnsson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 16:00

Andri endaði í 2. sæti á Spáni | Fjórir Íslendingar í topp 10

Lokahringurinn á Hacienda del Alamo Open mótinu á Spáni fór fram í dag. 12 íslenskir kylfingar voru á meðal keppenda og fór svo að fjórir Íslendingar enduðu á meðal 10 efstu. Andri Þór Björnsson náði besta árangrinum en hann endaði í 2. sæti eftir að hafa verið í forystu mest allt mótið. Andri lék hringinn í dag á þremur höggum undir pari sem dugði ekki til því hann endaði á samtals 8 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Gyu Ho Lee, sem vann mótið. Lee setti í fluggírinn á síðustu þremur holunum sem hann lék á fjórum höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 6. sæti eftir góða spilamennsku á lokadeginum. Hún lék hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og endaði samtals á fimm höggum undir pari. Bjarki Pétursson endaði einnig jafn í 6. sæti á samtals fimm höggum undir pari. Hann lék hringinn í dag á einu höggi undir pari.


Bjarki Péturssson


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Tómas Eiríksson Hjaltested lauk leik í 9. sæti á samtals fjórum höggum undir pari. Hann lék hringinn í dag á þremur höggum undir pari. Sigurður Bjarki Blumenstein náði einnig góðum árangri á mótinu en hann lauk leik jafn í 12. sæti á samtals tveimur höggum undir pari. Aðrir íslenskir kylfingar enduðu yfir pari.


Tómas Eiríksson Hjaltested


Sigurður Bjarki Blumenstein

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.