Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Átta Íslandsmeistarar báru kistu Björgvins
Líkberarnir f.v. Ragnar Ólafsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Úlfar Jónsson, Björgvin Sigurbergsson, Þórður Emil Ólafsson, Gylfi Kristinsson, Loftur Ólafsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Kylfingur.is/Páll Ketilsson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 28. október 2021 kl. 14:51

Átta Íslandsmeistarar báru kistu Björgvins

Fjölmenni var við útför Björgvins Þorsteinssonar sem fram fór frá Grafarvogskirkju í gær. Björgvin lést 13. október sl. eftir veikindi sem hann hafði glímt við síðustu ár.

Séra Pálmi Matthíasson, Kylfingur og prestur í athöfninni minntist Björgvins sem átti magnaðan golfferil. Björgvin var sexfaldur Íslandsmeistari í golfi og vann sinn síðasta titil af mörgum í sumar en þá sigraði hann í flokki 65 ára og eldri í Vestmannaeyjum. Þá lék hann á 56 Íslandsmótum en á því síðasta á sínum gamla heimvelli, Jaðarsvelli í sumar. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Pálmi fór yfir feril Björgvins í minningarorðum og sagði meðal annars að þessi einn mesti afrekskylfingur landsins hafi verið með einskæran golfáhuga fram á síðasta dag. „Hann var ekki alltaf maður margra orða en húmorinn var aldrei langt undan,“ sagði Pálmi m.a. í ræðu sinni.

Átta fyrrverandi Íslandsmeistarar báru kistu Björgvin við útförina. Meðal söngvara í útförinni var Ragnhildur Gísladóttir.