Fréttir

Axel Bóasson í miklu stuði í Danmörku
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 11:49

Axel Bóasson í miklu stuði í Danmörku

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili hefur leikið frábært golf á Thomas Bjørn Samsø Classic mótinu sem fram fer á Samsø golfvellinum í Danmörku. Keilismaðurinn hefur leikið tvo fyrstu hringina á 12 höggum undir pari (69-63). Hann er í efsta sæti þegar þetta er skrifað en ekki hafa allir kyflingar hafið leik á öðrum keppnisdegi.  

Mótið er hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni. – sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. Leiknar eru 54 holur. 

Axel lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari en gerði sér svo lítið fyrir og lék annan hringinn á níu höggum undir pari, fékk sjö fugla og einn örn. Magnað golf. Eitt lægsta skor sem sést hefur hjá íslenskum kylfingi í alþjóðlegu móti.

Bjarki Pétursson frá Borgarnesi og Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru líka meðal þátttakenda. Þeir Léku vel á fyrsta hringnum, á tveimur höggum undir pari, 70 höggum. Þeir hefja leik á öðrum hring um hádegisbilið.

Staðan.