Fréttir

Axel sigraði með 10 högga mun í KPMG Hvaleyrarbikarnum
Axel Bóasson. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 21. júlí 2019 kl. 16:29

Axel sigraði með 10 högga mun í KPMG Hvaleyrarbikarnum

Axel Bóasson, GK, lék frábært golf í KPMG Hvaleyrarbikarnum sem fór fram um helgina á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Axel lék hringina þrjá í mótinu á 12 höggum undir pari og sigraði að lokum með 10 högga mun.

Fyrir lokadaginn var Axel með fimm högga forystu á næstu kylfinga og lét hann þá forystu aldrei af hendi. Axel var á höggi undir pari eftir 8 holur á lokahringnum en fékk þá fugl á 9. holu, fugl á 11. holu og örn á 12. holu og var þá kominn með afgerandi forystu.

Aron Snær Júlíusson, Tumi Hrafn Kúld og Hlynur Bergsson enduðu jafnir í 2. sæti á 2 höggum undir pari. Aron og Tumi léku, líkt og Axel, á 5 höggum undir pari í dag. Dagbjartur Sigurbrandsson endaði svo í 5. sæti en hann var á höggi undir pari í mótinu.

Lokastaðan í karlaflokki:

1. Axel Bóasson, GK (67-68-66) 201 högg högg (-12)
2.-4. Aron Snær Júlíusson, GKG (72-73-66) 211 högg (-2)
2.-4. Tumi Hrafn Kúld, GA (73-72-66) 211 högg (-2)
2.-4. Hlynur Bergsson, GKG (69-72-70) 211 högg (-2)
5. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (71-71-70) 212 högg (-1)

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.