Bakkakotsvöllur opnaði í brakandi blíðu
Golfklúbburinn Bakkakot opnaði Bakkakotsvöll í dag með opnunarmóti í boði Krónunnar í Mosfellsbæ. Veðrið lék við kylfinga sem tóku daginn í dag til að leika golf, og kylfingar á Bakkakotsvelli voru engin undantekning.
Leikinn var Texas Scramble og var dregið í lið. Úrslit voru eftirfarandi:
1. sæti : Davíð Svansson og Steinar Birgisson 62
2. sæti : Eyþór I. Gunnarsson og Steingrímur Haralds. 62
3. sæti : Gunnar I. Björnsson og Einar H. Óskars. 65
Næstur holu á 6/15 Eyþór Ingi Gunnarsson 3.92m
Næstur holu á 9/18 Gunnar Ingi Björnsson 1.15m
Mynd: Séð yfir Bakkakotsvöll í Mosfellssveit.