Bandaríkjamenn komu til baka
Bandaríkjamennirnir sýndu flottan baráttuanda í betra boltanum sem lauk rétt í þessu og unnu þrjá af fjórum leikjum, staðan því 10 ½ - 5 ½
Leikur 1
Viktor Hovland og Ludvig Aberg á móti Sam Burns og Colin Morikawa.
Bandaríkjamennirnir tóku strax völdin og áttu fjórar holur eftir fyrri níu. Fljótlega fór munurinn upp í sex holur og þá þurftu Skandinavínufrændurnir að vinna allar holurnar til að jafna. Þeir tóku tvær holur en sú fimmtána féll og leikurinn því búinn, 4/3.
Leikur 2
Tommy Fleetwood og Nicoali Höjgaard á móti Max Homa og Brian Harman
Max og Brian héldu sinni góðu samvinnu áfram og unnu 2/1. Þeir voru komnir með örugga fjögurra holu forystu en Tommy og Nicolai hótuðu endurkomu en sautjánda holan féll og leikurinn þar með.
Leikur 3
Justin Rose og Robert Macintyre á móti Justin Thomas og Jordan Spieth.
Robert Macintyre sem náði sér ekki á strik í gær í jómfrúarleik sínum í Ryder, kom heldur betur sterkur til baka og var maðurinn á bak við öruggan sigur Evrópumanna. 3/2
Leikur 4
Matt Fitzpatrick og Rory McIlroy á móti Patrick Cantley og Windham Clark.
Leikurinn sem var mest spennandi og fór alla leið á átjándu holu, þar sem Patrick Cantley setti erfitt pútt niður fyrir fugli og hvorki Fitzpatric né Rory náðu að setja sín pútt niður.
Fyrir þá sem vildu spennu, fengu þeir sitt en Evrópumenn þurfa bara fjóra vinninga í viðbót til að tryggja sér Ryderinn. Á lokadegi getur auðvitað allt gerst en þá eru tólf einmenningsleikir. Kylfingur mun birta hverjir mætast á morgun þegar það verður tilkynnt.