Berglind fór best af stað í Leirumótinu
Berglind Björnsdóttir er í forystu eftir fyrsta hring Leirumótsins en þetta er þriðja stigamót ársins á GSÍ mótaröðinni. Hún er tveimur höggum á undan næstu kylfingum.
Fyrri níu holurnar lék Berglind á þremur höggum yfir pari en góðar síðari níu holur, þar sem hún fékk tvo fugla og einn skolla, skiluðu henni í hús á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari.
Jafnar í öðru sæti á fjórum höggum yfir pari eru þær Helga Signý Pálsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir.