Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Berglind og Guðrún keppa á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröð kvenna
Berglind Björnsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 08:00

Berglind og Guðrún keppa á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröð kvenna

Fyrsta stigs úrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna fer fram dagana 15.-18. janúar á La Manga golfsvæðinu á Spáni. Tveir íslenskir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum þetta árið en það eru þær Berglind Björnsdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK.

Eftir fínan árangur á LET Access mótaröðinni í fyrra komst Guðrún Brá beint inn á lokastigið og þarf því ekki að spila í fyrra úrtökumótinu sem hefst á miðvikudaginn.

Berglind verður hins vegar með frá byrjun en hún er ein af 130 kylfingum sem taka þátt í 1. stigs úrtökumótinu þar sem leiknir verða fjórir hringir. Að þeim loknum halda svo efstu kylfingarnir áfram á lokastigið sem fer fram dagana 22.-26. janúar. Alls komast 60 kylfingar áfram af fyrsta stiginu og verða því rúmlega 100 kylfingar með í lokamótinu.

Rástímar fyrir fyrsta hringinn á fyrsta stiginu eru klárir og fer Berglind út klukkan 8:50 að staðartíma með Samantha Giles frá Englandi og Jenna Maihaniemi á fyrsta teig. Kylfingur mun svo greina frá skori keppenda alla keppnisdagana.

Hér verður hægt að fylgjast með í beinni.

Dagskrá úrtökumótanna:

15.-18. janúar - 1. stigs úrtökumótið. La Manga golfsvæðið. 72 holur. 130 keppendur
22.-26. janúar - 2. stigs úrtökumótið. La Manga golfsvæðið. 90 holur. Rúmlega 100 keppendur. 20 efstu kylfingarnir fá góðan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.


Guðrún Brá Björgvinsdóttir.