Fréttir

Bernhard Langer elsti sigurvegari sögunnar
Bernhard Langer hefur átt ótrúlega farsælan feril.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 26. október 2021 kl. 08:49

Bernhard Langer elsti sigurvegari sögunnar

Bernhard Langer varð á sunnudaginn elsti sigurvegari í sögu PGA mótaraðar eldri kylfinga þegar hann bar sigur úr býtum á Dominion Energy Charity Classic mótinu.

Langer og Doug Barron voru jafnir á 14 höggum undir pari. Hinn 64 ára gamli Þjóðverji setti niður um 2 metra pútt fyrir sigri á fyrstu holu bráðabanans. 

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Langer hefur nú sigrað á hvorki meira né minna en 42 mótum á PGA mótaröð eldri kylfinga.

Phil Mickelson sem farið hefur frábærlega af stað á mótaröðinni var á meðal þátttakenda í mótinu en náði sér ekki á strik. Hann endaði jafn í 47. sæti á pari samtals. Níunda brautin á The Contry Club of Virginia reyndist honum erfið en hann lék hana tvívegis á 9 höggum.

Lokastaðan í mótinu