Fréttir

Bezuidenhout valinn kylfingur júní mánaðar á Evrópumótaröðinni
Christiaan Bezuidenhout.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 22:26

Bezuidenhout valinn kylfingur júní mánaðar á Evrópumótaröðinni

Evrópumótaröðin tilkynnti í dag hvaða kylfingur hefði verið kosinn kylfingur júní mánaðar á mótaröðinni. Valið stóð á milli þeirra Christiaan Bezuidenhout, Guido Migliozzi, Andrea Pavan og Jon Rahm en allir nema Rahm unnu mót í mánuðinum.

Það var Bezuidenhout sem hreppti hnossið með 41% atkvæða en Migliozzi kom næstur honum með 24%. Rahm fylgdi í kjölfarið og að lokum var Pavan í fjórða sæti.

Bezuidenhout fagnaði meðal annars sigri á Andalucia Masters mótinu, varð jafn í þriðja sæti á BMW International Open mótinu og hann þénaði rúmlega 576 þúsund evrur. Sigurinn kom í 57. móti sem hann tók þátt í á mótaröðinni.