Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Bjarki komst í gegnum niðurskurðinn í Svíþjóð
Bjarki Pétursson. Ljósmynd: Facebook/Svenska proffstourerna
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 11. maí 2022 kl. 18:31

Bjarki komst í gegnum niðurskurðinn í Svíþjóð

Nú hafa allir keppendur lokið leik á öðrum hring á Rewell Elisefarm Challenge á Ecco-mótaröðinni (Nordic Golf League). Aðeins Bjarki Pétursson úr GKG, bættist í hóp þeirra Íslendinga sem þegar voru komnir áfram á lokahringinn á morgun.

Bjarki kom í hús á 74 höggum eða á 2 höggum yfir pari Elisefarm vallarins í Svíþjóð. Hann er samtals á 1 höggi undir pari og situr í 17.-26. sæti eftir hringina tvo.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Þeir Andri Þór Björnsson og Böðvar Bragi Pálsson, báðir úr GR, komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Andri Þór var einu höggi frá niðurskurðinum og Böðvar Bragi tveimur höggum frá. Aron Bergsson, sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð, náði sér ekki á strik á mótinu og lauk leik á 11 höggum fyrir pari.

Aron Snær Júlíusson úr GKG, sem var í 1.-2. sæti eftir fyrsta hring missti flugið á öðrum hring. Axel Bóasson úr GK, nýtti tækifærið í dag og náði tveggja högga forskoti á mótinu.

Staðan á mótinu

Bjarki var ræstur út af 1. teig í dag. Hann lék fyrri níu holurnar á 36 höggum eða á pari vallarins en seinni níu holurnar á 38 höggum eða á 2 höggum yfir pari. Bjarki fékk tvo fugla og fjóra skolla á hringnum.

Skorkort Bjarka

Skorkort Andra Þórs

Skorkort Böðvars Braga

Skorkort Arons Bergssonar