Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Björgvin var ekki skráður fyrir mistök - Leikur með Ólafi Birni
Miðvikudagur 26. maí 2010 kl. 12:54

Björgvin var ekki skráður fyrir mistök - Leikur með Ólafi Birni

Það vakti athygli margra að Björgvin Sigurbersson úr GK var ekki skráður til leiks í fyrsta stigamótið á Íslensku mótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Björgvin verður með um helgina og ætlaði sér alltaf að vera með í mótinu en það var fyrir mistök sem hann skráðist ekki.

Örninn 2025
Örninn 2025

Ég fékk nemanda til mín í kennslu í gær og hann spurði hvers vegna ég væri ekki skráður í mótið. Ég hélt að ég væri skráður og fór því og kannaði málið,“ sagði Björgvin en misskilningur átti sér stað á milli hans og starfsmanns GSÍ í unglingamóti um helgina.

„Starfsmaður frá GSÍ kom til mín um helgina og spurði mig af hverju ég væri ekki búinn að skrá mig. Þar sem hann var við tölvu þá bað ég hann bara um að skrá mig en það hefur orðið einhver misskilningur. Þetta voru mín mistök og auðvitað hefði ég átt að skoða þetta betur,“ sagði fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik við Kylfing.is í léttum dúr.

Björgvin verður í lokaráshópi karla á laugardeginum með Ólafi Birni Loftssyni og Kristjáni Hilmi Gylfasyni GA.

Myndir/Kylfingur.is