Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Börkur nýr formaður GKB
Stjórn GKB ásamt nýkjörnum formanni, Berki Arnviðarsyni. Mynd fengin með leyfi GKB.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 16. desember 2019 kl. 12:49

Börkur nýr formaður GKB

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs fór fram þann 7. desember í klúbbhúsi GKB. Þriðja árið í röð skilaði rekstur klúbbsins hagnaði og þá var Börkur Arnviðarson kosinn sem nýr formaður klúbbsins.

Brynhildur Sigursteinsdóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga klúbbsins. Fram kom að klúbburinn var rekinn með rúmlega 15 milljóna króna hagnaði árið 2019 samanborið við rúmlega 8 milljónir króna árið áður.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þórhalli Einarsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður klúbbsins og var honum þökkuð góð störf með lófaklappi. Stjórnin lagði fram tillögu þess efnis að Börkur Arnviðarson yrði kosinn formaður og var það samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga stjórnar um félagsgjöld fyrir starfsárið 2019. Lagt var til að félagsgjöld myndu hækka um sem nemur 3% milli ára. Félagsmenn greiði valfrjálst kr. 7.500 sem inneign í veitingasölu. Tillagan um gjaldaskrána var samþykkt samhljóða.

Nánar er hægt að lesa um aðalfund GKB með því að smella hér.