Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Brooks Koepka berar allt í ESPN Body Issue
Brooks Koepka
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 4. september 2019 kl. 22:21

Brooks Koepka berar allt í ESPN Body Issue

Brooks Koepka hefur verið þekktur fyrir að vera einn vöðvastæltasti kylfingurinn á PGA mótaröðinni og hafa einhverjir gengið svo langt að gagnrýna hann fyrir það. Koepka er þó stoltur af líkama sínum og situr fyrir nakinn í nýjasta Body Issue tímaritinu sem gefið er út af ESPN. 

ESPN hefur árlega gefið út tímarit þar sem líkamar afreksíþróttafólks eru til sýnis en í ár sátu 17 íþróttamenn og konur fyrir, þar á meðal íslenska Crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Þetta er í síðasta sinn sem blaðið kemur út í prenti en það verður þó ekki gefið út fyrr en á föstudaginn. Myndirnar voru þó birtar í dag og má sjá kroppinn á Koepka hér. Á myndunum má meðal annars sjá Koepka kviknaktan slá glompuhögg og teighögg með dræver. Derhúfan fékk þó að sjálfsögðu að fylgja með á nokkrum myndum.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Mig hefur alltaf langað til að gera þetta. Ég hugsaði að það væri svo svalt. Ég held að ástæðan fyrir að þeir báðu mig um að gera þetta sé árangurinn minn í sportinu. Það er heiður"