Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Dagbjartur og Andri jafnir fyrir lokahringinn
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 8. júní 2019 kl. 21:12

Dagbjartur og Andri jafnir fyrir lokahringinn

Dagbjartur Sigurbrandsson og Andri Þór Björnsson, báðir úr GR, eru jafnir í forystu fyrir lokahring Símamótsins. Leikið er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ en mótið er hluti af Mótaröð þeirra bestu.

Dagbjartur og Andri Þór eru á höggi undir pari fyrir lokahringinn en leiknar voru 36 holur í dag.

Kristófer Karl Karlsson, GM, og Ólafur Björn Loftsson, GKG, eru jafnir í þriðja sæti á parinu, höggi á undan Gísla Sveinbergssyni, GK.

Staðan fyrir lokahringinn í karlaflokki á Símamótinu:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, -1
1. Andri Þór Björnsson, GR, -1
3. Kristófer Karl Karlsson, GM, 0
3. Ólafur Björn Loftsson, GKG, 0
5. Gísli Sveinbergsson, GK, +1
6. Hákon Örn Magnússon, GR, +2
7. Birgir Björn Magnússon, GK, +3

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Andri Þór Björnsson.