Dagbjartur Sigurbrandsson í 3. sæti á Finnish Junior Open
Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR náði frábærum árangri á Finnish Junior Open sem kláraðist í gær í Finnlandi. Dagbjartur endaði í þriðja sæti í sínum aldursflokki sem er 14 ára og yngri en hann lék hringina þrjá samtals á 10 höggum yfir pari.
GR-ingurinn ungi hefur leikið vel hér heima í sumar en hann leikur í 14 ára og yngri flokknum á Íslandsbankamótaröðinni. Hann er í öðru sæti á stigalistanum en það er einungis Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG sem hefur leikið betur en hann hér heima. Sigurður endaði einmitt í 4. sæti í sama flokki í Finnlandi en hann lék á 12 höggum yfir pari. Glæsilegur árangur hjá þeim félögum.
Alls léku 16 íslenskir kylfingar í mótinu en hér að neðan eru skor þeirra og flokkar:
Strákar 14 ára og yngri:
Dagbjartur Sigurbrandsson +10, 3. sæti
Sigurður Arnar Garðarsson +12, 4. sæti
Böðvar Pálsson +21, 13. sæti
Flosi Jakobsson +27, 18. sæti
Stelpur 15-16 ára:
Alma Rún Ragnarsdóttir +51, 20. sæti
Strákar 15-16 ára:
Sigurður Blumenstein +14, 10. sæti
Daníel Ísak Steinarsson +19, 16. sæti
Jón Sigurðarson +22, 20. sæti
Björgvin Franz Björgvinsson +22, 20. sæti
Viktor Einarsson +22, 20. sæti
Ragnar Már Ríkharðsson +23, 26. sæti
Kristófer Karl Karlsson +26, 30. sæti
Birkir Viðarsson +30, 37. sæti
Andri Guðmundsson +31, 39. sæti
Sverrir Haraldsson +41, 50. sæti
Magnús Helgason +41, 50. sæti
Flottur hópur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Frá vinstri: Sverrir Haraldsson, Kristófer Karl, Björgvin Franz, Ragnar Már og Andri Guðmundsson.
Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.