Fréttir

Day íhugaði það að hætta
Jason Day.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 10. febrúar 2020 kl. 23:00

Day íhugaði það að hætta

Jason Day sagði í viðtali um helgina að um tíma hefði hann íhugað það að hætta að spila golf.

Um helgina endaði Day í fjórða sæti á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu og var það hans besti árangur síðan í júní í fyrra.

Síðan að Day komst í efsta sæti heimslistans árið 2015 hefur hann glímt við mikil og langþráð meiðsli sem hafa set mikið strik í reikninginn. Bakverkirnir voru það miklir að hann íhugaði að einfaldlega að leggja kylfurnar á hilluna.

„Þér finnst eins og allt sé að hrynja í kringum þig og það er ekki góð tilfinning af því það koma augnablik sem eru mjög erfið sem þú þarft að berjast í gegnum.“

„Allt síðasta ár hugsaði ég með sjálfum mér, 'Okei, ég veit ekki hversu mikið lengra ég get komist á viljanum.“

„Ég var á einhverjum tímapunkti að hugsa um að leggja kylfurnar á hillunu, ég var að spila illa og ég var meiddur.“

Hann bætti einnig við að honum liði betur núna og það hefði verið langt síðan honum hefði liðið eins og um helgina.

„Mér finnst vera ansi langt síðan sem mér leið eins og mér leið í dag og spilað eins og ég spilaði í dag.“