Fréttir

Dönsku tvíburarnir heitir - sjáið sveiflurnar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 31. janúar 2024 kl. 14:29

Dönsku tvíburarnir heitir - sjáið sveiflurnar

Dönsku Højgaard tvíburarnir svífa hægt og bítandi upp afrekslistana í heimi atvinnumanna í golfi. Um síðustu helgi lentu þeir í 2. sæti, í sitt hvoru mótinu og mótaröðinni. 

Nicolai vann sér þátttökurétt á PGA mótaröðinni eftir frábæran árangur á DP mótaröðinni á síðasta ári en bróðir hans var rétt frá því.

Nicolai lék fanta golf um síðustu helgi á Farmers mótinu á PGA mótaröðinni og endaði að lokum í 2. sæti. Hann lék með Ryder-liði Evrópu í sögulegum sigri á Bandaríkjamönnum á síðasta ári og heldur áfram að leika gott golf.

Bróðir hans, Rasmus flýgur aðeins lægra en það munar ekki miklu á þeim bræðrum sem fara mikinn um þessar mundir þó þeir séu bara 22 ára.

Danski fáninn var hatt á húni um síðustu helgi því Thorbjörn Olesen sigraði á Ras Khaimah mótinu á DP mótaröðinni um síðustu helgi. Hann lék frábært golf og vann með sex högga mun og endaði á 27 undir pari.