Fréttir

Draumaherbergi kylfusveinsins á US Open
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 19. september 2020 kl. 11:51

Draumaherbergi kylfusveinsins á US Open

Ef þú ert ekki atvinnukylfingur á PGA mótaröðinni þá er kylfusveins-starfið ekki svo slæmt þó svo það sé verulegur munur þarna á milli. Geno Bonnalie, kylfusveinn Joels Dahmen sem leikur á Opna bandaríska mótinu sýndi hótelherbergið sem hann gistir á og þar má sjá vægast sagt, að gisting er ekki bara gisting.

Geno hafði pantað aðra gistingu en fékk skilaboð rétt áður en hann mætti að herbergið væri ekki í boði og þurfti því að finna annað. Það var kannski ekki alveg eins og hann hefði viljað eins og sjá má hér í skemmtilegri lýsingu hans. Sjón er sögu ríkari!