Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Elías lék á 67 höggum á Þorlákshafnarvelli
Elías Beck Sigurþórsson. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 22. júní 2020 kl. 22:09

Elías lék á 67 höggum á Þorlákshafnarvelli

Opna PlayGolf Iceland mótið fór fram við krefjandi aðstæður sunnudaginn 21. júní á Þorlákshafnarvelli. Tæplega 120 kylfingar tóku þátt í mótinu en keppendur mótsins voru heilt yfir ánægðir með ástand vallarins.

Elías Beck Sigurþórsson stal senunni í mótinu þegar hann kom inn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Fyrir það fékk hann 41 punkt og endaði einnig efstur í punktakeppninni. Spilamennska hans var sérstaklega góð fyrir þær sakir að mikill vindur gerði keppendum mótsins erfitt fyrir.

Elías fékk einungis einn skolla á hringnum en hann kom á 3. holu sem spilaðist í meðvind. Allar aðrar holur lék hann á pari eða betra skori.

Úrslit mótsins í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

1. sæti punktakeppni: 50 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður – Elías Beck Sigurþórsson, GK – 41 punktur
2. sæti punktakeppni: 40 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður – Ragnar Ólafsson, GR – 39 punktar
3. sæti punktakeppni: 25 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður – Halldór Fannar Halldórsson, GÞ – 37 punktar (betri á seinni)
4. sæti punktakeppni: 20 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður – Ásmundur Hlíðdal Vermundsson, GÞ – 37 punktar
5. sæti punktakeppni: 15 þús. kr. gjafabréf frá Matarkjallaranum – Svanur Gíslason, GÚ – 36 punktar
6. sæti punktakeppni: 10 þús. kr. gjafabréf og húfa frá 66°Norður – Agnes Sigurþórs, GR – 35 punktar (bestu seinni)

1. sæti höggleikur: 40 þús. kr. gjafabréf frá 66°Norður – Elías Beck Sigurþórsson, GK – 67 högg
2. sæti höggleikur: Sumaraðild fyrir tvo hjá Golfklúbbi Selfoss – Ágúst Elí Björgvinsson, GK – 73 högg
3. sæti höggleikur: 15 þús. kr. gjafabréf frá Matarkjallaranum – Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG – 75 högg

Næstur holu á 2. holu: Golf fyrir fjóra í Þorlákshöfn + húfa frá 66°Norður – Guðmundur Leifsson GÚ – 108 cm.
Næstur holu á 5. holu: 10 þús kr. gjafabréf frá Húsasmiðjunni + húfa frá 66°Norður - Ástmundur Sigmarsson, GOS - 98 cm.
Næstur holu á 8. holu: Skoðun hjá Tékklandi Bifreiðaskoðun + húfa frá 66°Norður – Ólöf Hildur Jónsdóttir, GÞ – 402 cm.
Næstur holu á 14. holu: 10 þús kr. gjafabréf frá Húsasmiðjunni + húfa frá 66°Norður – Sigmundur Bjarki Egilsson, GS – 279 cm.

Aukaverðlaun í punktakeppni:

10. sæti - Verðmat á fasteign frá Fasteignasölunni Mikluborg – Haukur Lárusson, GR
15. sæti - Golf fyrir fjóra á Hvaleyrarvelli hjá Keili – Ólöf Hildur Jónsdóttir, GÞ
20. sæti - 4 Kombókort frá Lemon – Arnar Freyr Reynisson, GR.
23. sæti - Verðmat á fasteign frá Fasteignasölunni Mikluborg – Þórður Ingi Jónsson, GÞ
30. sæti - Golf fyrir fjóra á Garðavelli hjá Leyni – Bjarki Geir Logason, GK.
45. sæti - 4 Kombókort frá Lemon – Guðmundur Örn Árnason, NK.
50. sæti - Húfa frá 66°Norður – Margrét Jóna Bjarnadóttir – GHG.
55. sæti - Golf fyrir tvo á Hvaleyrarvelli hjá Keili – Þorsteinn Geirharðsson, GS.
60. sæti - 30 mín. kennsla hjá atvinnukylfingnum Axel Bóassyni – Kristinn Arnar Ormsson, NK.
70. sæti - Húfa frá 66°Norður – Helgi Róbert Þórisson, GKG.
80. sæti - Húfa frá 66°Norður – Bjarni Þór Jónsson, GR.
90. sæti - 30 mín. kennsla hjá atvinnukylfingnum Axel Bóassyni – Sigurþór Skúli Sigurþórsson, GR.
100. sæti - Húfa frá 66°Norður – Örn Árnason, GÚ.
110. sæti - 4 Kombókort frá Lemon – Guðjón Ingi Daðason, GÞ
Næst síðasta sæti - 30 mín. kennsla hjá atvinnukylfingnum Axel Bóassyni – Nína Margrét Daðadóttir, PG
​Síðasta sæti - Mæling hjá Golfkylfur.is – María Sif Þorvaldsdóttir, PG

Um mótið.