Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Enn lausir rástímar í Opna Guiness mótið á Akranesi
Föstudagur 1. júlí 2011 kl. 12:12

Enn lausir rástímar í Opna Guiness mótið á Akranesi

Hið glæsilega golfmót, Opna Guiness mótið, fer fram á Garðavelli á morgun, laugardaginn 2. júlí. Garðavöllur á Akranesi hefur verið í frábæru ásigkomulagi í allt sumar og hafa kylfingar verið mjög ánægðir með heimsóknir sínar á völlinn. Það er því tilvalið að renna vestur á Akranes á morgun og taka þátt í frábæru golfmóti.

Leikið verður með Texas Scramble leikfyrirkomulagi þar sem tveir leika saman. Forgjöf kylfinga er lögð saman og svo deilt með fimm. Ræst verður út frá kl. 08:00 á morgun.
Verðlaun er svo sannarlega glæsileg og fá allir keppendur teiggjöf frá Ölgerðinni. Keppnisgjald er 4.500 kr.- á mann og er mælt með að liðsfélagar pari sig saman á rástíma. Skráning fer fram á golf.is.

Verðlaun eru eftirfarandi:
1. sætið:
2 gjafabréf í Rómantíska Sögu á Radisson BLU Hótel Sögu ásamt glaðning frá Guinness eða Ölgerðinni. Heildarverðmæti kr. 110.000. (Innifalið í gjafabréfinu er gisting í Junior svítu ásamt óvissumatseðli með vínum fyrir 2 á Grillinu)

Örninn 2025
Örninn 2025

2. sætið:
2 gjafabréf í DraumaSögu á Radisson BLU Hótel Sögu ásamt glaðning frá Guinness eða Ölgerðinni. Heildarverðmæti kr. 90.000. (Innifalið í gjafabréfinu er gisting í Business Class herbergi ásamt Óvissumatseðli fyrir 2 á Grillinu)

3. sætið:
2 gjafabréf í ÓskaSögu á Radisson BLU Hótel Sögu ásamt glaðning frá Guinness eða Ölgerðinni. Heildarverðmæti kr. 70.000. (Innifalið í gjafabréfinu er gisting í Standard herbergi ásamt 3ja rétta matseðli fyrir 2 á Skrúð)

Nándarverðlaun 3., 8., 14., og 18. holu:
Brunch fyrir 2 í Skrúð á Radisson BLU Hótel Sögu ásamt glaðning frá Guinness eða Ölgerðinni. Heildarverðmæti kr. 50.000.