Fréttir

Enn líf í Rickie Fowler
Fowler er efstur fyrir lokahringinn í Las Vegas.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 17. október 2021 kl. 09:12

Enn líf í Rickie Fowler

Rickie Fowler er í forystu fyrir lokahringinn á CJ Cup í Las Vegas. Þetta er í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem Fowler hefur forystu fyrir lokahring á PGA mótaröðinni.

Fowler sem hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum síðustu ár er samtals á 21 höggi undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hringinn á 63 höggum og aðeins Rory McIlroy sem er í öðru sæti náði að leika betur í gær.

McIlroy er samtals á 19 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 62 höggum í gær.

Þrír kylfingar eru jafnir á 18 höggum undir pari.

Það verður spennandi að sjá hvort Fowler eða McIlroy sem báðir hafa verið langt frá sínu besta undanfarið nái að klára dæmið í kvöld.

Staðan í mótinu