Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Enn önnur aðgerðin hjá Woods
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 19. janúar 2021 kl. 22:20

Enn önnur aðgerðin hjá Woods

Nú fyrir skömmu tilkynnti Tiger Woods á heimasíðu sinni að hann hafa nýverið gengist undir aðgerð á baki vegna útbungunar á hryggjalið. Þetta er fimmta aðgerðin sem Woods gengst undir á bakinu en hann hefur einnig gengist undir fjórar aðgerðir á hné.

Í tilkynningunni kemur fram að Woods muni ekki taka þátt í Farmers Insurance mótinu, sem hann hefur unnið átta sinnum, og Genesis mótinu. Hann segir þó að hann hlakki til að taka á móti kylfingum á Genesis mótinu en hann er gestgjafi mótsins.

„Ég hlakka til að byrja að æfa og er staðráðinn í því að komast aftur að keppa á mótaröðinni.“

Það er því nokkuð ljóst að bið verður á því að Woods geri atlögu að því að verða sigursælasta kylfingur PGA mótaraðarinnar en hann og Sam Snead eru jafnir með 82 sigra.