Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Chris Wood efstur í Hollandi | Spennandi lokadagur framundan
Chris Wood
Laugardagur 15. september 2018 kl. 16:00

Evrópumótaröð karla: Chris Wood efstur í Hollandi | Spennandi lokadagur framundan

Þriðji hringur á KLM Open mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð karla, var leikinn í dag. Það er Englendingurinn Chris Wood sem er í forystu en hann er á samtals 13 höggum undir pari.

Wood lék hringinn í dag á 6 höggum undir pari þar sem hann fékk 7 fugla, einn skolla og restin pör. Seinni 9 holurnar hjá Wood voru frábærar en þær lék hann á fimm höggum undir pari.

Þrír kylfingar eru jafnir í 2. sæti á samtals 12 höggum undir pari. Það eru þeir Hideto Tanihara, Ashun Wu og Jonathan Thomson. Hideto Tanihara lék frábært golf í dag þar sem hann kom í hús á 8 höggum undir pari og tapaði ekki höggi. 

Hér má sjá stöðuna í mótinu.