Fréttir

Evrópumótaröð karla: Fjórði Rolex Series titill Hatton
Tyrrell Hatton.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 24. janúar 2021 kl. 15:15

Evrópumótaröð karla: Fjórði Rolex Series titill Hatton

Tyrrell Hatton tryggði sér í dag sinn sjötta sigur á Evrópumótaröðinni og í leiðnni sinn fjórða Rolex Series titill þegar að hann bar sigur úr býtum á Abu Dhabi HSBC Meistaramótinu. Sigurinn var nokkuð öruggur en hann endaði fjórum höggum á undan næsta manni.

Hatton byrjaði daginn höggi á eftir efsta manni en eftir níu holur var staðan búinn að breytast þannig að hann var kominn með tveggja högga foryst. Á síðari níu holunum gaf hann ekkert eftir og bætti við þremur fuglum til viðbótar og endaði hann því hringinn á 66 höggum, eða sex höggum undir pari.

Mótið endaði Hatton á 18 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Jason Scrivener. Síðustu fjórir sigrar á Evrópumótaröðinni hafa nú komið á Rolex Series mótum en nokkur þannig mót eru á hverju tímabili á mótaröðinni og eru þessu mót með hæsta verðlaunafá og gefa þau flestu stiginn á stigalista mótaraðarinnar.

Rory McIlroy var í forystu fyrir lokadaginn en náði sér ekki á strik í dag. Hann lék á 72 höggum og endaði einn í þriðja sæti á 13 höggum undir pari. Í mótinu lék hann tvo hringi á 72 höggi, eða pari vallar, en hina tvo lék hann á 64 höggum (-8) og 67 höggum (-5). Hann hefur nú endaði fjórum sinnum í öðru sæti, fjórum sinnum í þriðja sæti og einu sinni í fimmta sæti í síðustu 10 skiptin sem hann hefur tekið þátt í mótinu.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.