Fréttir

Evrópumótaröð karla: Johnson í bílstjórasætinu
Dustin Johnson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 6. febrúar 2021 kl. 21:22

Evrópumótaröð karla: Johnson í bílstjórasætinu

Efsti maður heimslistan, Dustin Johnson, er með tveggja högga forystu fyrir lokahring Saudi International mótsins á Evrópumótaröð karla. Hann hefur leikið gríðarlega vel allt mótið og hefur til að mynda aðeins tapað tveimur höggum á fyrstu þremur hringjunum.

Fyrir daginn í dag Johnson höggi á eftir efsti mönnum en var fljótlega búinn að koma sér í efsta sætið með fjórum fuglum á fyrstu 10 holunum. Hann tapaði svo sínum fyrstu höggum á 13. holunni þegar að hann fékk tvöfaldan skolla. Tveir fuglar á síðustu tveimur holunum skiluðu honum í hús á 66 höggum. Hann kom sér þannig aftur á toppinn á samtals 13 höggum undir pari.

Einn í öðru sæti er Frakkinn Victor Perez en hann er á samtals 11 höggum undir pari. Hann lék á 66 höggum í dag líkt og Johnson.

Þéttur hópur kylfinga er á 10 og níu höggum undir pari en þar á meðal eru þeir Tony Finau, Tyrrell Hatton, Viktor Hovland, Sergio Garcia og Martin Kaymer.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.