Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Spánverjar í efstu þremur sætunum
Miguel Ángel Jiménez.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 30. júlí 2020 kl. 23:04

Evrópumótaröð karla: Spánverjar í efstu þremur sætunum

Fyrsti hringur Hero Open mótsins á Evrópumótaröð karla var leikinn í dag. Spænskir kylfingar létu heldur betur til sín taka en þeir eru í efstu þremur sætunum. Þar á meðal er Miguel Ángel Jiménez sem lék í sínu 707. móti á mótaröðinni og er hann nú orðinn sá kylfingur sem hefur leikið í flestum mótum á Evrópumótaröð karla.

Það er samt Sebastian Garcia Rodriguez sem situr á toppnum eftir frábæran hring upp á 62 högg. Hann fékk átta fugla á hringnum, tvo skolla en hann bætti svo við tveimur örnum sem kom honum á 10 högg undir par.

Tveimur höggum á eftir Rodriguez er Jiménez og Pablo Larrazábal. Þeir léku báðir á átta höggum undir pari eða 64 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.