Fréttir

Evrópumótaröð karla: Spennandi lokadegi lauk með sigri Casey
Paul Casey.
Sunnudagur 8. september 2019 kl. 15:50

Evrópumótaröð karla: Spennandi lokadegi lauk með sigri Casey

Porsche European Open mótið kláraðist í dag á Evrópumótaröð karla. Spennan var mikil á lokadeginum en svo fór að lokum að Englendingurinn Paul Casey fagnaði sigri.

Skor voru með besta móti á lokadeginum en tveir kylfingar léku til að mynda á átta höggum undir pari. Casey átti einnig góðan dag en hann lék á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Við það færðist hann úr þriðja sætinu og á toppinn á 14 höggum undir pari.

Jafnir í öðru sæti urðu þeir Matthias Swhab, en hann fékk örn á lokaholunni til að koma sér á 13 högg undir par, Robert MacIntyre og Bernd Ritthammer en tveir síðar nefndu voru í forystu fyrir daginn.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.