Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Valdís í 17. sæti eftir fyrsta dag
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 15:06

Evrópumótaröð kvenna: Valdís í 17. sæti eftir fyrsta dag

Valdís Þóra Jónsdóttir GL er jöfn í 17. sæti eftir fyrsta hringinn á Investec SA Women's Open sem fer fram á Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Val­dís Þóra hóf leik á 10. holu í dag og lék hring­inn á pari eða 72 högg­um. Hún fékk þrjá skolla og þrjá fugla og er í 17.-28. sæti af þeim 132 kylfingum sem taka þátt.


Skorkort Valdísar.

Eftir fyrsta hringinn er Valdís einungis þremur höggum á eftir efsta kylfingi og því til alls líkleg um helgina.

Fyrr í dag lék Guðrún Brá eins og Kylfingur greindi frá sinn fyrsta hring en hún er meðal neðstu kylf­inga. Guðrún fékk sex skolla og tvo tvö­falda skolla en aðeins tvo fugla og lauk hringn­um á 80 högg­um, átta yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.