Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Van Dam sigraði eftir spennandi lokadag
Anne Van Dam
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 1. desember 2019 kl. 16:00

Evrópumótaröð kvenna: Van Dam sigraði eftir spennandi lokadag

Andalucia Costa del Sol mótinu á Evrópumótaröð kvenna lauk nú fyrir skömmu og var það hin hollenska Anne Van Dam sem stóð uppi sem sigurvegari. 

Van Dam lék lokahringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og lauk leik á samtals 13 höggum undir pari. Mjótt var á munum nánast allan lokahringinn og voru þær þrjár sem börðust um titilinn en auk Van Dam voru þær Aditi Ashok og Nanna Madsen í baráttunni.

Ashok og Madsen enduðu að lokum einu höggi á eftir Van Dam, á samtals 12 höggum undir pari. Madsen var í forystu fyrir lokahringinn en lék á 74 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari og féll því niður í annað sætið.

Valdís Þóra Jónsdóttir var á meðal keppenda en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.