Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Fannar Ingi sigraði með þremur á Egils Gull-mótinu
Fannar Ingi Steingrímsson
Sunnudagur 21. maí 2017 kl. 16:40

Fannar Ingi sigraði með þremur á Egils Gull-mótinu

Fannar Ingi Steingrímsson stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta Eimskipsmóti sumrsins, Egils Gull-mótinu. Fannar lék síðasta hringinn á einu höggi undir pari og sigraði mótið að lokum með þremur höggum.

Fannar lék síðasta hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Hann endaði því mótið á fimm höggum undir pari. Á hringnum í dag lék Fannar mjög öruggt golf, og eftir 12 holur var hann búinn að fá þrjá fugla og einn skolla. Hann fékk aftur á móti tvöfaldan skolla á 13., en tveir fuglar og einn skolli á síðustu fimm holunum tryggðu það að hann landaði sigri.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þremur höggum á eftir Fannari Inga var Ragnar Már Garðarsson. Ragnar lék hringina þrjá á samtals tveimur höggum undir pari. Í dag lék hann á 73 höggum, eða einu höggi undir pari.

Jafnir í þriðja sæti væru þeir Dagbjartur Sigurbrandsson og Ingvar Andri Magnússon. Þeir enduðu báðir á einu höggi undir pari samtals.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Ragnar Már Garðarsson endaði í öðru sæti.

Dagbjartur Sigurbrandsson endaði jafn í þriðja sæti.

Ingvar Andri Magnússon endaði jafn í þriðja sæti.