Fréttir

Fimmti sigur Larrazabal á Evrópumótaröðinni
Pablo Larrazabal.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 1. desember 2019 kl. 17:20

Fimmti sigur Larrazabal á Evrópumótaröðinni

Spánverjinn Pablo Larrazabal sigraði í dag á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla um helgina.

Með sigrinum er Larrazabal kominn með fimm titla á Evrópumótaröðinni frá því að hann komst inn á mótaröðina árið 2008.

Larrazabal vann sinn fyrsta titil það sama ár á Opna franska mótinu og var valinn nýliði ársins í kjölfarið.

Síðan þá hefur hann bætt við sig fjórum titlum, nú síðast í dag, og er þar með orðinn einn sigursælasti Spánverjinn á mótaröðinni frá upphafi. Seve Ballesteros er sigursælastur Spánverja sem og allra keppenda yfir höfuð á mótaröðinni með 50 sigra.

Hér má sjá hvaða mót Larrazabal hefur unnið í gegnum tíðina:

2008: Opna franska
2011: BMW International Open
2014: Abu Dhabi HSBC meistaramótið
2015: BMW International Open (2)
2019: Alfred Dunhill meistaramótið