Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Fínn árangur í Finnlandi hjá íslensku kylfingunum
Perla Sól lék frábært golf í Finnlandi
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 24. júlí 2021 kl. 18:09

Fínn árangur í Finnlandi hjá íslensku kylfingunum

Íslensku kylfingarnir luku leik í dag á European Young Masters mótinu í Finnlandi. Árangur íslensku kylfinganna var heilt yfir með ágætum.

Bestum árangri náði Perla Sól Sigurbrandsdóttir en hún lék á einu höggi undir pari í dag og hringina þrjá á samtals einu höggi yfir pari. Það dugði Perlu í 7. sæti í stúlknaflokki.

Helga Signý Pálsdóttir lék á 79 höggum í dag og endaði í 30. sæti.

Í piltaflokki lék Skúli Gunnar Ágústsson sinn besta hring í mótinu í dag þegar hann kom inn á 72 höggum eða pari. Skúli endaði samtals á 14 höggum yfir pari og í 31. sæti.

Veigar Heiðarsson lék á 79 höggum í dag og endaði í 43. sæti

Í liðakeppninni endaði íslenska liðið í 13. sæti 

Lokastaðan

Örninn járn 21
Örninn járn 21