Fréttir

Flottar aðstæður í Leirunni hjá konum í +50 Íslandsmóti klúbba - myndir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. ágúst 2022 kl. 15:05

Flottar aðstæður í Leirunni hjá konum í +50 Íslandsmóti klúbba - myndir

Íslandsmót golfklúbba 2022 í kvennaflokki 50 ára og eldri fer fram á Hólmsvelli í Leiru 18.-20. ágúst.

Í 1. deild kvenna eru alls 8 lið. Keppt er í tveimur riðlum og leikin ein umferð í riðlinum. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit þar sem að efsta liðið í A-riðli leikur gegn liðinu í 2. sæti í B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli leikur gegn liðinu í 2. sæti í A-riðli. Liðin sem komast ekki í undanúrslit leika um sæti 5.-8. og neðsta liðið fellur í 2. deild.

Aðstæður eru allar hinar bestu í Leirunni, gott veður og völlurinn í mjög góðu standi. 

Kylfingur.is fór ljósmyndarúnt og smeellti af flottum golfkonum. Myndasafn fylgir fréttinni.

Íslandsmót klúbba konur 50+ 2022