Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Forsetabikarinn: Liðin klár fyrir aðra umferð
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 12. desember 2019 kl. 12:30

Forsetabikarinn: Liðin klár fyrir aðra umferð

Önnur umferð Forsetabikarsins verður leikin í nótt en Alþjóðaliðið fór frábærlega af stað í fyrstu umferð. Liðið náði fjórum vinningum á móti einum vinning bandaríska liðsins. Eins og greint var frá fyrr í dag er þetta besta byrjun Alþjóðaliðsins frá upphafi.

Bæði lið tefla fram nokkuð breyttu liði í annarri umferð. Cameron Smith kemur inn í liðið fyrir C.T. Pan í Alþjóðaliðinu. Á meðan fá bæði Matt Kuchar og Rickie Fowler tækifæri. Þeir Bryson DeChambeu og Tony Finau sitja hjá.

Í annarri umferð verður leikinn fjórmenningur en þá leika tveir kylfingar sama boltanum og skiptast á að slá. Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.

Liðsuppstilling verður eftirfarandi (inni í sviganum er rástími að íslenskum tíma):

Leikur 1: Adam Scott / Louis Oosthuizen kl. 11:02 (00:02) Matt Kuchar / Dustin Johnson
Leikur 2: Joaquin Niemann / Adam Hadwin kl. 11:15 (00:15) Patrick Cantlay / Xander Schauffele
Leikur 3: Abraham Ancer / Marc Leishman kl. 11:28 (00:28) Patrick Reed / Webb Simpson
Leikur 4: Hideki Matsuyama / Byeong Hun An kl. 11:41 (00:41) Tiger Woods / Justin Thomas
Leikur 5: Cameron Smith / Sungjae Im kl. 11:54 (00:54) Rickie Fowler / Gary Woodland