Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Frábær byrjun hjá Haraldi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 10. nóvember 2023 kl. 14:30

Frábær byrjun hjá Haraldi

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur byrjaði frábærlega á lokaúrtökumótinu fyrir DP mótaröðina sem hófst í morgun á Infinitum Golf (Lakes/Hills) í Tarragona á Spáni. Haraldur lék fyrstu 18 holurnar á 66 höggum, fimm höggum undir pari og er í 3.-8. sæti.

Haraldur byrjaði á 10. braut og fékk þrjá fugla á sjö holunum en eini skolli dagsins kom á 17. holu. Hann fékk síðan þrjá fugla á seinni níu holunum.

Besta skor dagsins er -7 og -6. Haraldur lék fyrsta hringinn á Hills vellinum en leikið er á honum og Lakes vellinum í mótinu. Niðurskurður er eftir fjóra hringi og um 80 efstu leika 36 holur til viðbótar. Keppendur á lokamótinu eru 156 kylfingar. Tuttugu og fimm efstu fá þátttökurétt á DP mótaröðinni en það er nafnið á Evrópumótaröðinni eða DP World Tour.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024