Fréttir

Frábær hringur hjá Guðmundi Ágústi sem er enn í toppbaráttunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 15. nóvember 2022 kl. 16:42

Frábær hringur hjá Guðmundi Ágústi sem er enn í toppbaráttunni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék mjög vel á fimmta hringnum á lokaúrtökumótinu á Spáni. Guðmundur lék 18 holurnar á fjórum höggum undir pari og tapaði ekki höggi á hringnum. Okkar maður er jafn í 16. sæti en 25 efstu fá keppnisrétt á DP Evrópumótaröðinni.

Guðmundur er á 17 höggum undir pari og í góðri stöðu til að verða meðal 25 efstu. Sæti 26 til 40 gefa minni keppnisrétt á DP röðinni. 

Aðeins einn karlkylfingur hefur náð að komast í gegnum lokaúrtökumótið og tryggt sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu í karlaflokki. Það gerði Birgir Leifur Hafþórsson árið 2006 og einnig árið 2007. Guðmundur Ágúst er í góðri stöðu að fylgja í fótspor Birgis Leifs.

Staðan eftir 5 hringi af 6.