Frábærar aðstæður á Svarfhólsvelli á Áskorendamótaröð unglinga
Rúmlega 60 keppendur mættu til leiks í blíðskaparveðri á annað mót ársins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Mótið fór fram á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss og voru keppendur himinlifandi með aðstæður og völlinn. Myndasyrpa frá mótinu kemur inn á fésbókarsíðu GSÍ fljótlega.
Bergþóra Sigmundsdóttir ritari Golfsambands Íslands afhenti verðlaunin ásamt Bergi Sverrissyni frá Golfklúbbi Selfoss.
Verðlaunasæti í hverjum flokki urðu eftirfarandi (14 ára og yngri stúlkna á forsíðumynd):
14 ára og yngri:
1. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 90
2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 92
3. Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR 105
3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 105
1. Ísak Örn Elvarsson, GL 78
2. Aron Emil Gunnarsson, GOS 83
3. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR 85
3. Kristján Jökull Marinósson, GS 85
3. Pétur Sigurdór Pálsson, GOS 85
Flokkur 15-16 ára:
1. Thelma Björt Jónsdóttir, GK 106
1. Jón Otti Sigurjónsson, GO 81
2. Brynjar Guðmundsson, GR 89
17-18 ára:
1. Aðalsteinn Leifsson, GA 72
2. Atli Már Grétarsson, GK 74
3. Fannar Már Jóhannsson, GA 75
3. Víðir Steinar Tómasson, GA 75