Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Framkvæmdastjóri GR: Engin spretta í Grafarholtsvelli
Miðvikudagur 25. maí 2011 kl. 07:03

Framkvæmdastjóri GR: Engin spretta í Grafarholtsvelli

Grafarholtsvelli hefur verið lokað a.m.k. fram að helgi og er þar um að kenna kuldakasti sem hefur sett sitt mark á golfsumarið hér á landi. Völlurinn var opnaður um miðjan maí og bundu forráðamenn Golfklúbbs Reykjavíkur vonir við að völlurinn yrði fljótur að taka við sér. Það hefur ekki gengið eftir og vellinum hefur verið lokað þar til að hitastig hækkar.

Kuldakastið að undanförnu hefur gert það að verkum að við verðum að grípa til þessara aðgerða. Það er engin spretta í vellinum og það er ekki verjandi annað en að loka vellinum til að þetta verði betra í júní,“ segir Garðar Eyland, framkvæmdastjóri GR.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þetta fór mjög vel af stað og um miðjan apríl stóðu vonir um að opna völlinn jafnvel fyrr en oft áður. Í maí kom hins vegar kuldahret og hitastigið hefur verið lágt. Það mun taka tíma fyrir Grafarholtsvöll að jafna sig og best væri að völlurinn væri áfram lokaður í nokkra daga eftir að það fer að hlýna svo hann nái að jafna sig. Hinn almenni kylfingur er mjög skynsamur og ég held að okkar félagsmenn geri sér grein fyrir því að þetta er nauðsynlegt. Þetta er gert til að völlurinn verði betri þegar upp er staðið.“

Nánar er rætt við Garðar í myndbandinu hér að ofan.