Fullt í vormótið hjá GSG – Lausir rástímar í Þorlákshöfn
Það er fiðringur meðal kylfinga landsins um þessar mundir enda styttist óðfluga í golfsumarið. Núna um helgina fara fram tvö opin mót og er ljóst að kylfingar ætla að fjölmenna á opnu golfvelli landsins.
Þremur dögum fyrir mótið í Sandgerði eru allir rástímar uppbókaðir og það verða því alls 124 kylfingar sem munu keppa í Sandgerði á laugardaginn. Ræst er út frá kl. 9-14 og verður leikið inn á sumarflatir líkt og ávallt á Kirkjubólsvelli.
Opið mót fer einnig fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn og þar eru enn lausir rástímar. Þorláksvöllur er sagður koma mjög vel undan vetri og betri en oft áður á þessum árstíma.
Bæði mótin fara fram á laugardag og er veðurspáin þokkaleg. Spáð er hægum vindi og um 5 gráðu hita en þó gætu fallið einhverjir dropar á kylfinga. Hægt er að ská sig í mótið í Þorlákshöfn inn á golf.is