Fylgstu með golfþingi GSÍ og forsetakjörinu á kylfingur.is
Á laugardag fer fram golfþing Golfsambands Íslands í fundarsal Íþrótta – og sýningarhallarinnar í Laugardal. Dagskráin hefst kl. 9.45 þegar kjörbréf verða afhent starfsmönnum þingsins en þingsetning er kl. 10.00.
Dagskrá þingsins er hér fyrir neðan en það fer að draga til tíðinda um miðjan dag þegar kosið verður til stjórnar og nýr forseti GSÍ verður kjörinn.
Tveir eru í framboði til forseta GSÍ og er það líklega í fyrsta sinn í sögu GSÍ sem tveir bjóða sig fram í embættið. Haukur Örn Birgsson og Margeir Vilhjálmsson gefa kost á sér í þeirri kosningu. Kylfingur.is verður með beina lýsingu á Twitter @kylfinguris og fésbókarsíðu Kylfings af helstu atburðum þingsins. Það verður mest um að vera um kl. 15 þegar nefndarstörfum lýkur
Dagskrá þingsins er þannig:
Kl. 9:45 Kjörbréf afhent starfsmönnum þingsins.
Kl. 10:00 Gengið til aðalfundarstarfa samkvæmt lögum GSÍ.
1. Þingsetning
2. Innganga nýrra golfklúbba
3. Kosning í þriggja manna í kjörbréfanefnd, nefndin skal yfirfara kjörbréf og gera grein fyrir
4. Kosning fyrsta og annars þingforseta
5. Kosning fyrsta og annars þingritara
6. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína
7. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga GSÍ
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
9. Kosning kjörnefndar og skipað í starfsnefndir þingsins.
10. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfstímabil, ásamt tillögum um félagagjöld
11. Lagðar fram lagabreytingar sem stjórninni hafa borist meðlöglegum fyrirvara.
12. Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar
Kl. 12:00 Nefndir starfa
Kl. 12:30 Hádegisverður framreiddur (nefndir starfa í þinghlé)
Kl. 15:00 Þingstörfum fram haldið samkvæmt dagskrá
13. Nefndaálit og tillögur. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og framkomin mál.
14. Önnur mál.
15. Álit kjörnefndar
16. Kosning stjórnar sbr. 9. gr.
17. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara
18. Kosning þrigga manna og þriggja til vara í golfdómstól. Sama fjölda í áhugamennskunefnd,
19. Kosning fulltrúa og varafulltrúa GSÍ á Íþróttaþing ÍSÍ.
20. Þingslit.