Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Fyrsta kærasta Tigers: Þakka guði að við hættum saman
Mánudagur 14. desember 2009 kl. 08:24

Fyrsta kærasta Tigers: Þakka guði að við hættum saman

Fyrsta kærasta Tiger Woods, Dina Gravell-Parr, er í dag nokkuð sátt með að þau skildu ljúka sambandinu á sínum tíma, en Tiger hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna athafna hans fyrir utan golfvöllinn. Dina kynntist Tiger í framhaldsskóla og segir að hann hafi verið feiminn og það hafi tekið hann nokkurn tíma að bjóða henni á stefnumót.

Hann var feiminn og vandræðalegur. Þegar við kvöddumst þá sá ég það á honum að hann vissi ekki hvort hann ætti að kyssa mig eða ekki. Við föðmuðumst í staðinn,“ segir Dina en þau voru saman í þrjú ár áður en Tiger sleit sambandinu með því að senda henni „uppsagnarbréf“. Foreldrum Tiger töldu hana hafa áhrif á framgöngu hans á golfvellinum og því var hann skikkaður til að ljúka sambandinu. Áður höfðu þau talað um þann möguleika að giftast jafnvel í framtíðinni.

Það er oft sagt við mig að ég hefði getað orðið eiginkona Tiger Woods. Fjölskylda er hins vegar ekki ánægð vegna peninga heldur vegna ástar og væntumþykju. Slík er meira virði en allir peningar heimsins og ég þakka guði að við hættum saman.“

Af Tiger er það annars að frétta að hver styrktaraðilinn af öðrum leita nú leiða til að losa sig við hann enda hefur almenningsálitið á Tiger Woods nánast brunnið til agna eftir að fréttir af framhjáhaldi hans láku í gulu pressuna.

Mynd/golfsupport.nl: Heimurinn virðist vera að hrynja hjá Tiger Woods.

Örninn 2025
Örninn 2025