Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Fyrsta mót ársins á Evrópumótaröðinni fært
Shane Lowry og Keith Pelley.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 18:00

Fyrsta mót ársins á Evrópumótaröðinni fært

Það er nóg að gera hjá stjórnendum og skipuleggjendum Evrópumótaraðarinnar. Á morgun hefst lokamót tímabilsins en strax í næstu viku verður svo fyrsta mót tímabilsins 2019/2020.

Fyrsta mót tímabilsins 2019/2020 átti upphaflega að fara fram í Hong Kong og var dagsetning mótsins 28. nóvember til 1. desember. Nú hafa stjórnendur mótaraðarinnar aftur á móti frestað mótinu vegna óeirða þar í landi. 

Kieth Pelley, framkvæmdarstjóri Evrópumótaraðarinnar, sagði að öryggi leikmanna og starfsmanna kringum mótin væri alltaf mikilvægasti þáttur hversu móts.

„Okkur fannst þetta rétt ákvörðun þar sem við gátum ekki tryggt öryggi leikmanna, starfsmanna og allra sem koma að mótinu sem er að sjálfsögðu verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“

Mótinu hefur þó ekki verið aflýst og mun stjórnendur reyna að finna stað fyrir mótið síðar á tímabilinu. Nokkrar vikur eru lausar á næsta ári og er vikan eftir Ólympíuleikana sem þykir henta best þar sem þeir eru haldnir í Japan.

Allt á þetta eftir að koma í ljós en fyrsta mót ársins verður Alfred Dunhill Championship mótið sem fram fer í Suður-Afríku.