Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Fyrsta risamótið á nýju tímabili hefst á fimmtudaginn
Tiger Woods á titil að verja á Masters mótinu.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 14. september 2020 kl. 21:25

Fyrsta risamótið á nýju tímabili hefst á fimmtudaginn

Nýtt tímabil á PGA mótaröðinni hófst nú um helgina og var það Stewart Cink sem bar sigur úr býtum á Safeway Open mótinu sem lauk í gær. Þar með er tímabilið 2020/2021 hafið. Næsta mót á dagskrá er Opna bandaríska meistaramótið en það verður fyrsta risamót tímabilsins af alls sex.

Síðasta tímabil var ansi óvenjulegt eins og almenningur kannast við út af kórónuveirufaraldrinu. Eitt af risamótum síðasta tímabils var aflýst og voru öllum hinum þremur frestuð. Á tímabilinu sem var að ljúka náðist aðeins að leika eitt ristamót en það var PGA meistaramótið og var það Collin Morikawa sem fagnaði sigri í því móti. Hinum tveimur, Opna bandaríska meistaramótinu og Masters mótinu, var frestað yfir á næsta tímabil eða yfir á tímabilið 2020/2021.

Þó svo að bæði mótin verði leikin á árinu 2020 þá munu bæði mótin tilheyra tímabilinu sem er nú þegar er hafið. Það veldur því að á tímabilinu 2020/2021 verða leikin sex risamót. Masters mótið og Opna bandaríska meistaramótið mun því verða leikin tvisvar sinnum það er að segja ef aðstæður versna ekki svo um munar.

Dagsetningar risamóta á tímabilinu 2020/2021

Opna bandaríska meistaramótið - 17.-20. september 2020
Masters mótið - 12.-15. nóvember 2020
Masters mótið - 8.-11. apríl 2021
PGA meistaramótið - 20.-23. maí 2021
Opna bandaríska meistaramótið - 17.-20. júní 2021
Opna mótið - 15.-18. júlí 2021