Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Garcia enn án samnings | Leikur með Callaway kylfur um helgina
Sergio Garcia.
Miðvikudagur 15. nóvember 2017 kl. 22:54

Garcia enn án samnings | Leikur með Callaway kylfur um helgina

Í byrjun október tilkynnti golfkylfuframleiðandinn TaylorMade að Spánverjinn Sergio Garcia yrði leystur undan samningi við fyrirtækið og að hann myndi því ekki halda áfram að nota TaylorMade kylfur.

Síðan þá hefur Garcia verið að prófa sig áfram með mismunandi kylfur og var hann meðal annars með pútter frá Toulon Design í úrslitakeppninni FedEx bikarsins.

Örninn 2025
Örninn 2025

Síðustu daga hefur umræða farið af stað um að Garcia væri farinn að æfa með Callaway kylfur og sást Garcia svo í dag á Pro/Am móti fyrir DP World Tour Championship með kylfur frá fyrirtækinu sem staðfesti sögusagnirnar.

Masters sigurvegarinn var með dræver, járn og fleygjárn frá Callaway en hann virðist finna sig vel með Toulon Design pútternum því hann er enn í pokanum.

Garcia, sem hefur sigrað á þremur mótum á tímabilinu, verður í eldlínunni á DP World Tour Championship mótinu sem hefst á morgun. Mótið er lokamót tímabilsins á Evrópumótaröðinni og er Garcia einn þriggja kylfinga sem getur orðið stigameistari.

Ísak Jasonarson
[email protected]