Garcia semur við Callaway
Eftir 15 ára samstarf með TaylorMade hefur risameistarinn Sergio Garcia loksins fært sig um set og mun hann leika með Callaway golfkylfur og bolta næstu árin.
Garcia, sem fagnaði sigri á Masters mótinu í apríl á síðasta ári, hafði leikið með Callaway kylfur í lok árs en hann er nú formlega búinn að skrifa undir hjá fyrirtækinu.
Garcia verður með trékylfur, járn og fleygjárn frá fyrirtækinu ásamt því að leika með Chrome Soft golfbolta og Odyssey pútter.
„Sergio hefur verið einn hæfileikaríkasti kylfingur heims undanfarin 20 ár,“ sagði forstjóri Callaway, Chip Brewer. „Það verður spennandi að sjá hvað hann getur gert með útbúnað frá Callaway.“
Garcia bætist í hóp sterkra kylfinga sem nota kylfur frá Callaway en helst ber að nefna Phil Mickelson, Michelle Wie, Morgan Pressel, Henrik Stenson, Jim Furyk, Yani Tseng og Alex Noren.
Tengdar greinar:
Garcia enn án samnings | Leikur með Callaway kylfur um helgina