Golfklúbbur Öndverðarness sendir frá sér glæný myndbönd af golfvellinum
Golfklúbbur Öndverðaness var stofnaður 1974 af nokkrum félögum Múrarameistarafélags Reykjavíkur og Múrarafélags Reykjavíkur. Félögum í klúbbnum hefur fjölgað jafn og þétt í gegnum árin og eru þeir nú um 550 talsins.
Stöðugt hefur verið unnið að endurbótum á bæði golfvelli og aðstöðu, meðal annars var tekinn í notkun nýr golfskáli árið 1994 og viðbygging og endurbætur árið 2010. Völlurinn varð 18 holur árið 2008. Klúbburinn fékk heitið Golfklúbbur Öndverðarness og í dag eru félagar þess rúmlega 500 talsins.
Síðustu ár hefur völlurinn tekið breytingum og í byrjun júlí í fyrra breyttist völlurinn í par 71. Gamla fyrsta holan var þá lengd og gerð að par 5 holu auk þess sem 9. holan var lengd og grínið fært.
Í lok síðasta sumars tók Rúnar Daðason loftmyndir af brautunum en myndirnar voru teknar með dróna. Myndböndin voru birt fyrr í þessum mánuði og þau koma frábærlega út. Við birtum fyrstu holuna hér að neðan en hægt er að skoða myndband af öllum holunum með því að smella hér.